Bentley Europe var stofnað árið 1974 í Hollandi. Til að byrja með voru þeir aðalega á heimamarkaði en síðastliðin 35 ár hafa þeir verið að auka við markaðshlutdeild sína jafnt og þétt á heimsvísu. Í dag senda Bentley Europe vörur sínar út um allan heim og hafa fengið mikið lof fyrir fallega og stílhreina hönnun. Bentley hefur sérhæft sig í fylgihlutum fyrir hótelherbergi. Listinn af framleiddum vörum er kannski ekki ýkja langur en þess þó heldur hefur verið lagt mikið upp úr að gæði og hönnun standist vel þær þarfir sem farið er fram á í hótelgeiranum. Straubretti, strauboltar, hárþurrkur og vekjaraklukkur eru meðal þeirra vara sem Bentley hefur sérhæft sig í, auk nokkura annarra. Bender ehf hefur verið umboðsaðili Bentley Europe á Íslandi frá árinu 2017 og erum við staðsett að Barðastöðum 1-5 í Grafarvogi. Fólki er velkomið að kíkja í sýningarsal okkar og líta á þær vörur sem við höfum þar til sýnis. Besta aðkoman til okkar er frá Vesturlandsvegi. Á hringtorgi við skógræktina í Úlfarsfelli er farið niður brekkuna í átt að Korpúlfsstöðum og erum við í fyrsta húsi á hægri hönd þegar komið er niður.

Hér getur þú skoðað vef Bentley.is