Supersellers var stofnað af Sören Bruun árið 1997 í Danmörku og sérhæfir sig í sölu á vörum til verslunarreksturs t.d. verslunarinnréttingar, herðatré, gínur, innpökkunarvörur o.fl. Bender ehf hefur verið umboðsaðili fyrir Supersellers á Íslandi síðan árið 2009. Hægt er að koma til okkar í sýningarsalinn að Barðastöðum 1-5 í Grafarvogi alla virka daga á milli kl 9 og 18. Þar er hægt að sjá eitthvað af þeim vörum sem við seljum, auk þess að setjast með okkur niður og fá ráðgjöf eða bara renna yfir vörulistan okkar í rólegu og þægilegu umhverfi. Besta aðkoman til okkar er frá Vesturlandsvegi. Á hringtorgi við skógræktina í Úlfarsfelli er farið niður brekkuna í átt að Korpúlfsstöðum og erum við í fyrsta húsi á hægri hönd þegar komið er niður.

Hér má sjá linkin Supersellers.is

Close Menu