Bender ehf. er umboðsaðili sænska fyrirtækisins AJ Produkter AB á Íslandi. AJ Produkter var stofnað árið 1975 af Anders Johansson og hóf hann reksturinn í kjallara foreldra sinna í Hyltebruk í Svíþjóð. Mikið vatn hefur runnið til sjálfar síðan þá og er AJ Produkter í dag með útibú í 19 löndum, eiga tvær verksmiðjur og með yfir 700 starfsmenn í vinnu. 
Til að byrja með var vöruúrvalið frekar takmarkað og einskorðaðist við iðnaðarvörur. Anders fór svo smátt og smátt að bæta við vöruúrvalið og teygja sig inn á fleiri svið en bara iðnaðinn, svo sem mötuneytishúsgögn, skrifstofuhúsgögn, vöruhúsalausnir og lausnir fyrir menntastofnanir svo eitthvað sé nefnt. 
Árið 2012 flutti AJ Produkter frá Hyltebruk til Halmstad í 33,000 m2 húsnæði sem hýsir skrifstofurnar, vöruhúsið og sýningarsal á tveimur hæðum. Í byrjun studdist AJ eingöngu við útprentaða vörulista og hefur Anders allar götur síðan haldið sig við þann uppruna, þó svo í dag sé höfuð áherslan lögð á netsíðuna og verslun í gegnum netið. 
Eins og fyrr segir er Bender ehf umboðsaðili fyrir AJ Produker á Íslandi og hefur verið það síðan 2004. Hægt að er að koma til okkar að Barðastöðum 1-5 í sýningarsalinn og skoða smá þverskurð af því sem við höfum uppá að bjóða. Einnig er hægt að fá ráðgjöf ef þess er óskað.  

Hér má sjá linkin Ajvorulistinn.is

Close Menu